Wednesday, October 17, 2007

ATHUGIÐ!!!

Vegna anna verðum við að fresta sýningu á Á bout de souffle fram í nsætu viku. Dagskráin færist því um eina viku sem því nemur. Afsakið okkur vinsamlegast.

Á bout de souffle

Næsta fimmtudag, þ.e. á morgun, munu við listnemar koma saman og glápa á meistaraverk Godards, Á bout de souffle (Breathless). Myndin segir frá ótýndum smákrimma sem verður það á að myrða lögreglumann. Hann fer til Parísar, kynnist stelpu og reynir að sannfæra hana um að flýja með sér til Ítalíu. Þetta skiptir voða litlu máli. Hér er það stemmningin, myndmálið og formið sem ræður. Myndin er gerð árið 1961 og fellur vel inn í þá rokkbylgju sem reið yfir hinn vestræna heim á þeim tíma. Töffaraskapur og pönkstælar eru augljósir þar sem Godard hafnar nær öllum hefðbundnum gildum í franski kvikmyndagerð á þessum tíma. Myndin er t.d. öll tekin handhelt, mikið um jump cuts og hinum frönsku gæðum sýndur puttinn. Myndmálið er því einstaklega skemmtilegt og hentar vel hinum mér-er-alveg-sama-söguþræði.
Óhætt er að segja að Á bout de souffle sé ein frægasta mynd kvikmyndasögunnar. Myndin markar upphaf hinnar frönsku nýbylgju sem hefur haft gríðarlega áhrif um allan heim, frá Íslandi til Bollywood. Látið þessa mynd ekki fara fram hjá ykkur. Komið og glápið. Hrái salurinn á Sölvhólsgötu klukkan átta.

Vamos!

Wednesday, October 10, 2007

Afsakið hle

Kvikyndaklúbburinn er búinn að liggja niðri í nokkurn tíma. Gengur þetta þvert á stefnu klúbbins en orsakir þessara truflanna á dagksránni eru engan veginn okkur að kenna. Í fyrsta lagi bilaði skjávarpi rétt fyrir sýningu á Hinum sjö samúræjum og viku seinna byrjaði kvikmyndahátíð sem beindi athugli kvikmyndáhugamanna í aðra átt. Að auki neyddist annar umsjónarmanna klúbbsins að fara erlendis í skiptinám og ruglaði sú reisa huga hans allsvakalega. Nú, hins vegar, sjáum við fram á bjarta tíma og gríðarlega áhugaverðar myndir. Vegna þessara mistaka höfum við áveðið að birta dagskrá klúbbsins vel fram í nóvember. Dagsskárin fer yfir víðan völl, frá japaönskum slagsmálun til hrikalegra örlaga barna í hvíta rússlandi í Seinna stríði yfir í sci - fi útgáfu af stormviðrinu eftir Shakespear. Hér er planið:

Hinir sjö samúræjar (The Seven Samurai): 11. okt
Við höfum ekki gefist upp á þessari mynd og ætlum að gera aðra tilraun til að sýna hana. Ástæðan er einföld, hér er á ferðinni ein best bardagamynd sögunnar og mynd sem hefur haft áhrif á fjöldan allann af kvikmyndagerðamönnum.

Á bout de souffle (Breathless): 18. okt
Ekki er hægt að starfrækja kvikmyndaklúbb án þess að sýna að minnsta kosti eins Godard mynd. Jean Luc Godard ern án efa einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri sem uppi hefur verið ásamt mönnum eins og Hitchcock og fl. Á bout de souffle er eins konar manifesto fyrir frönsku nýbylgjuna sem reis upp úr 1960. Myndin er, í samhengi við tíðarandam mjög framúrstefnuleg og fagurfræði hennar gengur þvert á allar línur sem áður höfðu verið lagðar. Myndin var þar af leiðandi bönnuð í nokkur ár en fólk sá fljótlega að sér og horfi af hrifningu á meistaraverkið. Mynd sem allir verða að sjá.

Fa yeung nin wa (In the mood for love): 25. okt
Hér er á ferðinni mjög áhugaverð mynd, bæði hvað varðar sögu og ekki síst fagurfræði og myndtöku. Myndin er frá Hong Kong og gerð árið 2000. Hún fjallar um unga konu og mann sem flytja fyrir tilviljun inn í sama hús í Hong Kong. Þau eru bæði gift en fljótlega flækjast málin svo um munar. Myndatakan minnir á kvikmyndir 6. og 7. áratugarins og svífur nostalgían yfir vötnum og ýtir vel undir söguna. Mjög falleg mynd og áhrifamikil. Myndin hefur unnið til ótrúlegs fjölda verðlauna víða um heim.

Idi i smotri (Come and See): 1. nóv
Þessi mynd sýnir afleiðingar Seinni heimstyrjaldarinnar á þorp í Hvíta - Rússlandi á hrikalegan og raunsæjan hátt. Sagan segir frá ungum strák sem vill ekkert heitar en að fá að berjast gegn nasistunum. Þegar á vígvöllin er komið breytast aðstæður hins vegar til muna og tilvera hans rústast hreint út sagt. Geðveiki stríðsins er allsráðandi og hefur myndinni verið líkt við Apocalypse Now sökum þess. Myndin er mjög óþægileg, en þó ekkert sérstaklega ógeðsleg, og krefur áhorfandann um að taka afstöðu til stíðs yfir höfuð.

Forbidden Planet: 8. nóv
Sci fi mynd frá 1956 sem byggð er á Stormviðrinu eftir Shakespeare og ein helsta hetja hennar er Robbie the Robot. Þarf að segja meira? Held ekki.


Þetta er sem sagt dagsskráin til fram í nóvember. Eins og áður ætlum við að setja inn upplýsingar um hverja mynd með góðum fyrirvara en þó verður að vera undantekning á þessari reglu þar sem að Hinir sjö samúræjar verður sýnd á morgun, 11. október. Við hvetjum alla til að mæta og horfa á gott bíó og hver veit nema að veitingar verði í boði og sölu. Allt gláp byrjar klukkan átta nema annað sé tekið fram.

Mötum öll!

Wednesday, September 19, 2007

Seven Samurai-fimmtudaginn 20. sept.

Kvikmyndaklúbbur Leiklistardeildar LHÍ kynnir,
fimmtudagskvöldið 20. sept.

SEVEN SAMURAI
e. Akira Kurosawa

Nú er kominn tími til að skerpa samurai-sverðin og líta augum eitt frægasta sem og besta verk kvikmyndasögunnar. Seven Samurai er einn af hornsteinum japanskra kvikmyndagerðar og nú er tækifæri til að bera það augum á stóru tjaldi.

Myndin fjallar um samurai sem hefur lifað tímana tvenna, en honum býðst það verkefni að vernda lítið þorp frá ræningjum. Hann fær í lið með sér 6 aðra samuræa og þeir kenna þorpinu hvernig á að verja sig. Framundan er hörð barátta við blóðþyrsta glæpamenn sem svífast einskis til að ná sínu fram.

#11 á IMDB.com yfir bestu myndir allra tíma.

Sýnt verður director's cut, sem er mun betri heldur en upprunalega útgáfan.
Vonandi sjáumst við sem flest.

Sayonara,
Kvikmyndaklúbbur LHÍ.
www.listnemabio.blogspot.com

Wednesday, September 12, 2007

Russian Ark 13. september

Jæja, listnemar,
nú er komið að næsta samglápi myndþyrstra listnema.

RUSSIAN ARK
e. Alexandr Sokurov

2000 leikarar, 3 sinfoníuhljómsveitir, 33 herbergi, 300 ára saga
Rússlands, ALLT Í EINNI TÖKU.
Hreint út sagt stórkostlegt afrek í sögu kvikmyndalistarinnar. Í
þessari mynd fylgjum við frönskum hefðarmanni á göngu hans í gegnum
hið stórbrotna Hermitage safn í St. Péturborg. Þar mætum við mörgum af
helstu meistaraverkum listasögunnar, og einnig vaknar til lífsins saga
Rússlands og við flæðum inn á milli herbergja jafnt sem atburða á
stanslausu ferðalagi en myndin er tekin í EINNI töku og komu um 4500
manns að gerð hennar.
Þessari máttu ekki missa af!!!
Tilnefnd til Gullpálmans í Cannes 2002.

Sýnt í Hráa Salnum, Sölvhólsgötu 13 (leiklistar-og tónlistardeild).
Allir velkomnir úr öllum deildum, og allstaðar að ef því er að skipta.

Kær kveðja,
Listnemabíó

Thursday, September 6, 2007

Fyrsta mynd vetrarins í kvöld kl 20. Cries and Whispers eftir Bergman. Skorum á alla til að mæta og líta þetta meistarverk.

Tuesday, September 4, 2007

Cries and Whispers

Jæja, þá er komið að fyrsta samglápi. Það verður á fimmtudaginn komandi klukkan 20:00 í Hráa salnum á Sölvhólsgötunni. Myndin er ekki af lakara laginu: um er að ræða eitt af meistaraverkum Ingmars Bergman, Cries and Whispers frá 1972. Myndin gerist á noskru mansjóni og fjallar um fjórar konur; systurnar Agnesi, Karin og Maríu og þernuna Önnu. Agnes er með krabbamein og liggur fyrir dauðanum. Systurnar koma til hennar til að vera með henni síðustu metrana. Myndin, sem er að miklu leyti í flashbakki, fjallar um líf kvennanna sem á yfirborðinu virðist vera í góðu lagi. Annað er hins vegar uppi á teningnum þegar kafað er undir yfirborðið og kemur í ljós að líf þeirra einkennist af lygum, blekkingu, fyrirlitningu, sjálfshatri og fleiru í þeim dúr. Myndin er sem sagt ansi hressandi skoðun á manninum og samfélagi hans.

Ingmar Bergman hefur lýst því yfir að myndin sé mikil tilraun með kvikmyndamiðilinn sjálfann og áður en byrjað var á tökum gat hann aðeins lýst glefsum sem hann sá fyrir sér, andlitum, svipum, röddum, draumum, birtu, skuggum, stemmningu. Bergman gerir miklar tilraunir með miðilinn til að ná þessari stemmningu með t.d. kvikmyndatöku ( sem vann Óskar), sérstakri lýsingu, litanotkun og leikmynd.

Hér er því um að ræða sannkallaða veislu fyrir skynfærin og hvetjum við því alla til að mæta og glápa.